Jón Ólafur skrifar frá Melbourne, Ástralíu

Hinar ýmsu pælingar, efnahagsmál og þjóðmálaumræða. Eða eitthvað í þeim dúr

15.10.04

Tíminn fellur niður

Hvernig er það með þessa háskólakennara, halda þeir að þeir þurfi ekkert að kenna eða hvað? Nú er 3.tíminn af 4 sem hafa átt að vera að falla niður hjá mér í peningahagfræðinni. Hvernig ætli þetta endi? Jú auðvitað með því maraþontímum í lok annarinnar þegar öll verkefni eru að nálgast deadline. Ég er farinn að hallast að því að ónefndur kennari nenni hreinlega ekki að kenna þessa dæmatíma. Til hvers í andsk... var hann þá að taka þá að sér?

Að allt öðru. Ég skellti mér í bíó í gær, en það gerist nú ekki nema örsjaldan á hverju ári. Myndin sem varð fyrir valinu var The Terminal með Tom Hanks í aðalhlutverki. Fyrir þá sem hafa ekki séð hana þá mæli ég með því að þið farið á hana. Hún lýsir lífi manns sem verður strandaglópur á Heathrow flugvelli vegna valdaráns í heimalandinu. En eins og allar amerískar myndir þá gerist hún í USA, nánar tiltekið á JFK í New York. Að sjálfsögðu fór ég ekki einn í bíó heldur tók ég litla skvísu með mér, en það er allt allt annar handleggur. ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home