Jón Ólafur skrifar frá Melbourne, Ástralíu

Hinar ýmsu pælingar, efnahagsmál og þjóðmálaumræða. Eða eitthvað í þeim dúr

3.4.07

Úti er ævintýri

Eigum við eitthvað að minnast á hvernig þessar álverskosningar fóru? Fyrir þá sem ekki vita þá var það svo að hópur þröngsýnna vitleysinga (a.k.a. Sól í Straumi) æsti múginn upp í það að kjósa gegn stækkun álversins. Ég hef nú þegar heyrt af fólki sem sér eftir því að hafa kosið gegn stækkuninni því núna fyrst fattar það hvað það var að kalla yfir sig.

Ég sendi inn athugasemd á heimasíðu þessa þröngsýnu vitleysinga við færslu þar sem úrslitunum var fagnað, þeim hefur verið eytt. Athugasemdin hljóðaði svo; Pereat.

(Pereat er tilvísun í sögu Lærða skólans fljótlega upp úr 1850)

4 Comments:

At 12:40 f.h., Blogger �engill said...

Ég fagna. Það er mjög ósanngjarnt að Hafnfirðingar fái að ráða því hvort að uppsveitum og lágsveitum Árnessýslu verði sökt undir vatn.
Nóg komið af þessum helvítis álverum.
Hvað gerist ef að ál fellur í verði? Flugvélaframleiðendur eru að hætta að nota ál.

Framtíðin er mjög líklega plast en ekki ál.

 
At 1:26 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Heyrðu Jón. Þótt hópur fólks sé ekki sömu skoðunar og þú, þá er ekki rétt að kalla það þröngsýnt og vitlaust. Þetta snýst einfaldlega um mismunandi gildi - hvað fólki finnst skipta mestu máli í lífinu.

 
At 6:49 f.h., Blogger Katrin said...

Mér finnst þetta góður punktur hjá KP - góður punktur bara svona almennt séð í samskiptum fólks. Það er grundvallaratriði að virða fólk, þó svo að skoðanir séu ekki þær sömu á tilteknu málefni.

Veltum því líka fyrir okkur...bætir það stöðuna eitthvað að stimpla fólk sem td. kvenréttindabelja, öfuguggi, þröngsýnn hálfviti, náttúruníðingur, Evrópudrusla eða eitthvað slíkt? Ég held ekki, ef eitthvað er þá eru svona stimplar bara til að ýfa deiluna upp og fá andstæðar fylkingar virkilega upp á móti hver annarri.

 
At 7:32 e.h., Blogger �engill said...

Doldið sjálfstæðismannalegt ;) múhahahaha.

 

Skrifa ummæli

<< Home