Jón Ólafur skrifar frá Melbourne, Ástralíu

Hinar ýmsu pælingar, efnahagsmál og þjóðmálaumræða. Eða eitthvað í þeim dúr

23.3.04

Sumarvinnan í höfn

Jæja þá er það komið á hreint, ég er orðinn starfsmaður hjá Gumundi Tyrfingssyni hf á Selfossi.
Fyrir þá sem vita ekki hvers konar fyrirtæki það er þá er það rútufyrirtæki sem er ekki með neinar bölvaðar áætlunarferðir milli A og B. Ég mun því fá að ferðast um allt landið okkar en ekki bara um Suðurlandið eins og undanfarin sumur.
Það fyndnasta við þetta er að ég fékk símtal innan við sólarhring eftir að ég hafði lagt inn umsókn og var mér tjáð að þær leiðir sem ég hafði aðallega keyrt, Hornafjarðarleiðin og Skaftafell-Vatnajökull, hefðu ráðið miklu um það. Þau hjá GT vita sem betur fer ekkert um prófleysið en það eru aðeins 7 vikur og 1 dagur í að ég fái prófið aftur.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home