Jón Ólafur skrifar frá Melbourne, Ástralíu

Hinar ýmsu pælingar, efnahagsmál og þjóðmálaumræða. Eða eitthvað í þeim dúr

12.11.04

Sápuóperan um kennarana

Jæja börnin góð.
Þá er það orðið ljóst, Alþingi hefur sett lög á kennarana. Þótt fyrr hefði verið. Hvað heldur þetta lið eiginlega að það sé? Fer fram á hærri byrjunarlaun en unglæknar fá.
Ef við berum nýútskrfifaðan lækni saman við nýútskrifaðan kennara og ábyrgðina sem fylgir þeim störfum sér hver heilvita maður það að ábyrgð kennara er varla kvarter af þeirri ábyrgð sem læknar bera á lífi okkar og limum. Væri ekki skynsamlegra að hækka grunnlaun lækna til að halda þeim á landinu í staðinn fyrir að missa þá alla úr landi frekar en laun kennara? Við getum alltaf fundið einhverjar skúringakonur til að kenna krökkunum ef okkur vantar kennara tímabundið en erfitt getur reynst að finna hæfan lækni ef við veikjumst alvarlega.
Nú kann einhver að spyrja um þensluna á hagkerfið sem þetta getur haft. Vitið þið bara hvað, svona breytingar hafa svo til engin áhrif til langs tíma. Áhrifin eru mest á fyrstu árunum en þegar frá líður aðlagast hagkerfið að þessu.
Hvert er ykkar álit á öllu þessu?

Læt þetta nægja í bili

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home