Jón Ólafur skrifar frá Melbourne, Ástralíu

Hinar ýmsu pælingar, efnahagsmál og þjóðmálaumræða. Eða eitthvað í þeim dúr

9.8.06

Uppkasti skilað

Hverjum hefði dottið þetta í hug?
Klukkan 3:45 am aðfararnótt 9.8.2006 skilaði ég inn uppkasti að blessaðri ritgerðinni. Nú er bara að bíða og sjá hvað leiðbeinandinn segir við þessu. Spennó spennó

Nú tekur próflesturinn við í 2 vikur, ekki eins spennó.

Sáuð þið annars fréttina um fulla rútubílstjórann? Mér hefur skilist að þetta sé afleysingamaður hjá viðkomandi fyrirtæki. Hann ætti að skammast sín fyrir að segja já þegar þeir hringdu í hann um morguninn.
Já já, ég veit, hef víst líka verið tekinn rakur á rútu en þá var ég einn í rútunni og var ekki mættur þangað sem ég átti að sækja fólkið.

2 Comments:

At 8:48 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ja það er spurning hvaða fyrir hvaða fyritæki hann var að keyra, það ætti að vera stranglega bannað að keyra daginn eftir fyllerí hvort það er venjulegur fólksbíll eða 55 manna rúta...þetta er bara hið hreinasta rugl....

SHR

 
At 9:43 f.h., Blogger Katrin said...

Smá punktur til að vekja athygli á: fjöldi farþega í bíl breytir ekki líkamlegu áhrifunum af áfengisneyslunni.

Skert viðbragðshæfni og dómgreindarleysi!

Það að vera einn fullur/kenndur að stjórna farartæki segir að minnsta kosti tvennt:
1. Viðkomandi stofnar öðru fólki í umferðinni í hættu.
2. Ein manneskja hefur sjens á því að slasast/deyja þegar ljósastaur birtist allt í einu fyrir framan bílinn...

Það að vera einn í bílnum réttlætir ekki akstur undir áhrifum áfengis.

hef smá skoðun á þessu málefni :o)

 

Skrifa ummæli

<< Home