Jón Ólafur skrifar frá Melbourne, Ástralíu

Hinar ýmsu pælingar, efnahagsmál og þjóðmálaumræða. Eða eitthvað í þeim dúr

18.8.06

rithöfundar og vélritun

Fyrir aftan mig situr einn af vinsælustu rithöfundum landsins þessi árin, Hallgrímur Helgason. Ætli hann sé að semja næstu jólabók? uhmm

Þegar ég mætti hingað á Hlöðuna áðan tók ég eftir því að hann vélritar með tveimur puttum, vísifingrum beggja handa. Hvernig ætli það sé með hann og fleiri rithöfunda, ætli þeir hafi virkilega ekki farið og lært vélritun? Hugsið ykkur bara hversu fljótari þeir væru með hverja bók ef þeir kynnu nú fingrasetninguna á lyklaborðinu.
Lyklaborðið hans Hallgríms er örugglega mjög fegið því þegar hann hættir að pína það, hann lemur svo fjandi fast á það.

Brandari sem ég sá aftan á Grapevine í boði Tuborg:
Hver er munurinn á manni og E.T.?
svar; E.T. hringdi heim :)

1 Comments:

At 12:46 f.h., Blogger Katrin said...

hehe...getur prófað að spyrja bara næst, hvort hann sé að pikka inn næstu jólabók.

og svo boðist til að kenna honum að nota alla puttana við pikkið ;o)

 

Skrifa ummæli

<< Home