Jón Ólafur skrifar frá Melbourne, Ástralíu

Hinar ýmsu pælingar, efnahagsmál og þjóðmálaumræða. Eða eitthvað í þeim dúr

16.2.05

Yfirgefinn :(

Jæja, þá er það orðið að raunveruleika. Katrín er farin frá mér í bili. Ferðin er áætluð í 3,5 mánuð.
Gærdagurinn var langur, við vöknuðum kl 5:30 og vorum komin til kef rúmlega 7. Eftir check-in stóðum við 4 og ræddum saman, svo ákváðu stelpurnar að það væri best að kíkja upp í duty free því Katrín ætlaði að kaupa sér digital vél. Eftir stóðum við Óli (kærastinn hennar Karenar) aleinir og yfirgefnir.
Ég vona að þær skemmti sér mjög vel og að þær passi sig á öllum vondu mönnunum sem gætu orðið á vegi þeirra.

Nokkrum dögum fyrir brottför stelpnanna spurðu þær okkur karlana sína hvort við vildum ekki kíkja til þeirra til Pheonix, Arizona í maí. Við fórum á stúfana og athuguðum verðin og ég verð að segja að þetta er pínu dýrt, ca $1100 - $1200 (Kef-Phe-Kef). Eins og buddustaðan er núna er það í lagi að fara og mig langar GEÐVEIKT MIKIÐ.
Hvað finnst ykkur, á ég að fara eða á ég að sleppa því? Comment takk :)

4 Comments:

At 4:41 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Alltaf gaman að fljúga..
on the other hand: alltaf leiðinlegt að borga..
on the other hand: alltaf gaman að hitta kærustuna..
Ef þú spyrð þinn innri mann (þú veist hver innri maður karlmanna er!) þá segir hann náttúrulega: "DRÍFÐU ÞIG"

Helgiheiðar

 
At 7:16 e.h., Blogger Ýrr said...

ehhh, HALLLÓÓÓ

Ef buddustaðan er góð núna, leggja frá pening til að fara út í maí.

semsagt JÁ!! AUÐVITAÐ ferðu. Ekki spurning. Trúi varla að þú hafir þurft að spyrja :-O

 
At 8:39 f.h., Blogger Erna María said...

ekki spurning fyrir þig Jón, panntaðu miðan núna!!!
lífið er til þess að njóta þess!!!

 
At 8:16 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Jájájá auðvitað ferðu :) Fríða

 

Skrifa ummæli

<< Home