Jón Ólafur skrifar frá Melbourne, Ástralíu

Hinar ýmsu pælingar, efnahagsmál og þjóðmálaumræða. Eða eitthvað í þeim dúr

25.5.07

6 ein í BS :)

Þá er komið að því, síðasta prófið er að baki sem var staðið með sæmilegri plikt. Nú er einungis eftir að skila nokkurra blaðsíðna blaðri (skeinipappír eins og ónefndir frændur kalla það) og þá er gráðan komin. Loksins loksins loksins.

Tilfinningin í gær, fimmtudag, þegar einkunnin kom í hús var örugglega svipuð og þegar fólk hefur eignast erfingja því ég sveif bókstaflega í lausu lofti frá hádegi.
Þá vitið þið það, 20.október 2007 verður stór dagur í mínu lífi :)

5 Comments:

At 10:31 f.h., Blogger Katrin said...

hehe...símtal á fimmtudag byrjaði einhvern veginn svona:

"tralalala....vúhúúúu....tralalala....ligga ligga lá"

amm, doldið mikið ánægður gæi hinum megin á línunni ;o)

til lukku ástin

 
At 4:51 e.h., Blogger gemill said...

Til hamingju með þetta. Erfiðasta próf hagfræðinnar að baki, og þetta getur ekki farið öðruvísi en með útskrift þann 20. okt nk.

Jón, gerirðu þér grein fyrir því að þú ert að verða HAGFRÆÐINGUR?

Enn og aftur, til hamingju!!!

Guðjón E.

 
At 12:26 f.h., Blogger Jon Olafur said...

Takk takk

Ég hef verið að átta mig á því frá því á fimmtudag að starfsheitið hagfræðingur er ekki lengur draumur, heldur er það að verða raunverulegt :P

 
At 5:59 e.h., Blogger gemill said...

ekki bara starfsheitið...

 
At 9:15 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með árangurinn félagi. Ég bíð eftir boðskorti vegna 20. október 2007.

Kveðja, Brjánn kanínubóndi.

PS. Aldrei að vita nema maður haldi smá ræðu, svona til að jafna leika eftir ræðuna sem þú skemmtir viðstöddum með í brúðkaupsveislunni okkar Andreu. Þú átt inni hjá mér, en spurning hvort það greiðist núna eða í þinni eigin giftingarveislu ;)

 

Skrifa ummæli

<< Home