Jón Ólafur skrifar frá Melbourne, Ástralíu

Hinar ýmsu pælingar, efnahagsmál og þjóðmálaumræða. Eða eitthvað í þeim dúr

21.3.06

Jæja þá

Jæja, smá blogg því ég er ekki nógu duglegur bloggari

Hvað ætli sé nú búið að gerast hjá mér síðan síðast? Jú, látum okkur nú sjá.
Ég fór á vægast sagt mjög slappa árshátíð í vinnunni fyrir rúmri viku og komst þá að því að ég fékk ekki stöðu framkvæmdastjóra sem ég sótti um innan fyrirtækisins eftir að hafa verið hvattur til þess af samstarfsfélögum og fyrrverandi framkvæmdastjóra. Miðaldra lögfræðingur tók við þessu starfi.
Síðasta vika einkenndist af miklu stressi því ég skilaði ritgerð sem gildir a.m.k. 40% af lokaeinkunn um sögu gengismála á Íslandi og svo djöfullegum dæmum daginn eftir. Reyndar var sami skiladagur á þessu tvennu en ég náði því ekki. Karlinn gefur hvort eð er ekki einkunnir heldur merkir hann bara við hverjir skila. Svo tóku við dæmi sem ég á að skila í dag, það reddast alveg.
Um nýliðna helgi var ég svo vestur á Snæfellsnesi með hóp af AFS skiptinemum sem voru í svokallaðri menningarferð. 40 stk háværir unglingar og 11 stk Íslendingar sem sáu um að allt gengi vel fyrir sig. Ég skal nú alveg viðurkenna það að ég hef nú sofið betur enda svaf ég á dýnu í borðsalnum sem var öðru megin við örþunnan vegg en hinu megin var salurinn sem krakkarnir sváfu.
Í gær kláraði ég svo að borga ferðina til Ástralíu í sumar. Hafði gengið hálfilla og ég komst þá að því að erlenda úttektarheimildin var ekki nógu há. Mín mistök. Tapaði á því um 7000 kr.

Næsta helgi verður svo á Akureyri með um 50 fótboltakrakka. Ég mun gista 2 nætur þar og verður fyrri á Hótel KEA og síðari á ekki verri stað, eða Hótel Norðurland. Grand helgi framundan :o)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home