Jón Ólafur skrifar frá Melbourne, Ástralíu

Hinar ýmsu pælingar, efnahagsmál og þjóðmálaumræða. Eða eitthvað í þeim dúr

25.3.06

Blogg frá Akureyri

Jebb, titillinn er réttur.

Sit nú á Amtbókasafninu á Akureyri og læri. Ég er hér með um 40 fótboltastráka úr Breiðholtinu sem eru að keppa á Goðamótinu í innanhúsbolta í Boganum, íþróttahús Þórs.
Í dag, laugardag, er frídagur þannig að dagurinn hefur verið nýttur í lærdóm.
Í gærkvöldi var kíkt út á lífið en sökum þreytu var það stutt. Stefnt er á að bæta úr því í kvöld en þó verð ég að vera spakur því ég þarf að keyra í bæinn á morgun og spáin er ekki alltof góð fyrir Norð-Vestur hlutann, skafrenningur og skemmtilegheit.

Hér er stillt en skítakuldi, eins gott að maður tók með sér hlý föt.

Sjallinn í kvöld? Kemur í ljós, en það er einmitt næsta hús við mig

2 Comments:

At 4:20 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hummmmmmmm..........

Átt þú ekki að vera að bóna og gera bílinn flottan áður en þú kemur í bæinn...... en jæja ókí þú verður víst líka að læra eitthvað svo þú farir aðútskrifast úr þessum skóla eitthvertímann...... Vonandi var lítið djammað hjá þér þar sem þú andlit fyrirtækisins á norðurlandi...... Jæja ég ætla ekkert að vera að bulla meira hérna......

Kveðja frá Funahöfða
Vaktstjórinn

 
At 1:28 f.h., Blogger Katrin said...

amm....nemendur verda ad laera til ad utskrifast....

 

Skrifa ummæli

<< Home