Jón Ólafur skrifar frá Melbourne, Ástralíu

Hinar ýmsu pælingar, efnahagsmál og þjóðmálaumræða. Eða eitthvað í þeim dúr

8.2.06

Stúdentapólitíkin

Í dag og á morgun geta stúdentar við HÍ kosið til Stúdenta- og Háskólaráðs. Það er eitt sem breytist ekki í þeirri baráttu og mun líklegast ekki breytast á næstu árum en það eru námslánin.

Persónulega finnst mér námslánin vera allt allt of há. Hvað hefur námsmaður að gera við rúmar 100.000 krónur á mánuði? Sáralítið.
Leiga á Görðunum er allt að 50.000 krónur á mánuði, þokkalegur matarreikningur fyrir einstakling er um 30.000 krónur. Þurfa námsmenn eitthvað meira? Ekki tel ég það vera því ef þeir telja sig þurfa á hærri framfærslu að halda í hverjum mánuði þá geta þeir bara hysjað upp um sig brækurnar, skipulagt tímann sinn og unnið smá með náminu.

Ég þekki þó nokkur dæmi þess að vinir og kunningjar hugsi um það eitt að vinna sem stystan vinnudag (8-4 eða 9-5) til þess eins að fá ekki skert námslán. Þessi hugsun finnst mér vera svo kolröng því frítími námsmanna á að nýtast eins og kostur er í tekjuöflun.
Eins og margir vita eflaust hef ég horfið af yfirborði jarðar, eða því sem næst, um leið og skólinn hefur klárað í maí og unnið eins og vitleysingur til hausts. Hvað hef ég grætt á því? Jú, ég hef haft ca tvö- til þrefalt hærri tekjur að jafnaði en vinir og kunningjar um sumarið. Þar að auki hef ég ekki haft tíma til að eyða þessum fjármunum yfir sumarið þannig að þegar veturinn byrjar er ég í góðum málum fjárhagslega. Á sama tíma, að hausti, koma þeir námsmenn sem hafa aðeins unnið sína 8 klst vinnudaga - 5 daga vikunnar í skólann staurblankir eftir allt djamm sumarsins og byrja á því að væla í bönkunum um yfirdráttarlán svo þeir geti nú haldið áfram að djamma og djúsa á milli þess sem þeir líta í bók yfir vetrartímann þar til námslánin koma inn á reikninginn.

Lokaorð
Ég legg því til að námslánin verði lækkuð niður í 80.000 kr á mánuði og námsmenn hætti að væla um hvað það sé erfitt að vera námsmaður á Íslandi. Ef þið þurfið á meiri pening að halda þá skuluð þið bara fara vinna fyrir ykkur. Fólk á að koma sér áfram á eigin verðleikum en ekki á sósíalnum. Einstaklingsframtakið er það sem gildir en ekki velferðarhagkerfi vinstrimanna eins og Ísland virðist vera.
Ég mun skila auðu í Stúdentakosningunum.

19 Comments:

At 3:07 e.h., Blogger �engill said...

Ég held ég tali fyrir munn margra!!

Steinþegiðu!!! ;) ;) ;)

 
At 7:02 e.h., Blogger Guðjón said...

Það er að sjálfsögðu ákvörðun hvers og eins að vinna til að koma í veg fyrir að taka lán. Það fer að sjálfsögðu eftir því hversu mikið fólk verðmetur frítímann sinn, hvort það tekur lán eða ekki. En þar sem námslán eru einungis með mest 3% raunávöxtun, þá fæst ekki betra lán en það á Íslandi.

Námsmaður stendur vitaskuld frammi fyrir vali, sem felst í því að vinna t.d. hlutastarf samhliða bókalestri eða að einbeita sér eingöngu að lestrinum. Þar sem fólk þarf yfirleitt að eyða talsverðum tíma í blessaðar bækurnar, þá er í raun ódýrara að taka námslán með max 3% raunvöxtum en að vinna (í flestum tilfellum alla vega). Einkum ef maður horfir fram á væntar tekjur í framtíðinni sem hljótast af menntuninni.

Hér er þetta því spurning um hinn margfræga fórnarkostnað. ;)

Skóli á ekki að vera kvöl og pína, (þ.e. að fólk á ekkert endilega að þurfa að lifa sultarlífi þrátt fyrir skólann), sér í lagi þegar velmegun er í þjóðfélaginu. :)

Skerðing lána yrði ekki góður kostur fyrir námsmenn. Íslenska ríkið er að "fjárfesta" í betri námsmönnum með þessu og það myndi að sjálfsögðu ekki gera góða hluti að skerða lánin eða hækka raunvextina um háar prósentur og beina þannig öllum námsmönnum í hlutastörf með skóla.

Það er reyndar eitt í viðbót sem skiptir máli. Námsmaður sem tekur námslán er ekki að lifa á sósíalnum. Það er allt annað tilfelli. Námslánin eru nefnilega ekki bætur frá ríkinu.

 
At 7:16 e.h., Blogger Jon Olafur said...

Veit ég vel að námslán séu ódýrustu lán sem boðið er upp á í hagkerfinu en bara það að margir hugsi um það eitt að eiga slatta afgangs af þeim til þess eins að djamma pirrar mig stundum. Þess vegna finnst mér alveg nóg að námslánin séu til að duga fólki fyrir helstu nauðsynjum. Djamm flokkast ekki undir nauðsynjar eins og við vitum öll þó það sé vissulega gaman að skemmta sér í góðra vina hópi. Þannig að ef fólk vill geta stundað djammið af sama krafti og námið þá finnst mér ekkert óeðlilegt við það að viðkomandi afli sér tekna samhliða námi. Það hef ég gert og get því leyft mér að lifa góðu lífi samhliða námi.
Það er aldrei að vita nema HÍ fengi meiri pening til sín frá Ríkissjóði og gæti því stuðlað að betra námi og betri aðstöðu ef námslánin væru lægri. Hver veit.

 
At 8:34 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Sá sem býr í móðurhúsum hefur ekki gott perspektív

 
At 9:56 e.h., Blogger �engill said...

Að fara á djammið eða skemmta sér í góðra vina hópi er algjörlega nauðsynlegt fyrir andlegu hliðina.

Þunglyndi væri enþá útbreiddari sjúkdómur ef allir myndu hanga inni alla daga að læra eða láta sér leiðast vegna peningaleysis. ;)

Maður verður að lifa lífinu. En allt er auðvitað gott í hófi.

Með þessari brjáluðu vinnugleði þinni á sumrin ertu t.d búinn að missa af öllum Litla Brúns ferðum. Óheppinn. ;)

 
At 9:57 e.h., Blogger �engill said...

Á sumrin breyttist þú mann sem lifir til þess að vinna. Ekki gott.

Maður á að vinna til að lifa!!! ;)

 
At 5:29 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Jaeja Jon minn...Tu ert alla vega frumlegur..tad mattu eiga kallinn. En mer finnst nafnid a heimasidunni tinni vel vid haefi. Hvad segir tu um skolagjold og samkeppni um styrki fyrir teim? Hvenaer byrjadir tu a "sosjalnum"? Var tad ekki einhvern timann a sidustu old? segjum ein milla a ari, ta vaeru tetta 7 millur takk fyrir. Ansi margar rutuferdir tad! Mer synist tu vera "social" meistarinn kaeri vinur?

 
At 9:00 e.h., Blogger Jon Olafur said...

Vissulega er ég búinn að vera lengi í þessu námi en ef skólagjöld væru við lýði, t.d. 1 milla p/vetur þá væri ég annað hvort löngu hættur eða hefði verið búinn að skipta um nám.
Málið er einmitt þetta, mann munar ekki svo um 45 þús kallinn (sleppum öðrum hagrænum kostnaði) að maður sé ekki til í eitt ár til viðbótar.
Ég vil setja skólagjöld á hér í HÍ sem kemur landsmönnum niður á jörðina. Þá á ég við að þá er séns á að losna við þá nemendur úr skólanum sem eru hér einungis til að ná sér í háskólagráðu. Við þurfum fólk í verkavinnu og þjónustustörf. Það er ekki vænleg þróun að háskólamenntað fólk fái ekki vinnu þar sem menntunin nýtist heldur verði það að vinna í fiski eða á búðarkassa.

 
At 11:58 e.h., Blogger �engill said...

Til hvers ert þú í Háskólanum?

 
At 1:16 e.h., Blogger Ásdís said...

vá... ég held ég hafi verið ósammála hverju einasta orði í þessari grein... Mér finnst að maður eigi ekki að þurfa að vinna með námi... nám er full vinna... en telji maður sig nauðsinlega þurfa meiri peninga er hægt að skoða þann mögleika að vinna með námi... og námslán eru ekki sritkur heldur lán... ég er nú ekki menntaður hagfræðingur en ég sé ekki að með lægri námslánum til nemnda fengi HÍ meiri peninga til sín frá ríkissjóði... jahh ef að allir háskólanemar væru á atvinnuleysisbótum þá væri kannski hægt að tala um að þeir lifðu á sosialnum...
Ég held því fram að að nemendur séu ekki upp til hópa aumingjar sem nenni ekki að vinna... heldur frekar upp til hópa dugnaðr fólk með metnað.. það á ekki aðeins að vera fyrir þá sem fæðast með gull sekið í muninnum að fara í háskólanám..
en hvað með þá sem eru með börn á framfæri... við getum ekki ætlast til þess að þeri séu í fullu námi og svo 30-40 prósent vinnu til að geta verið í skóla séð fyrir börnum og búi... Að lifa í dag kosta peninga.. leiga á stúdentagörðum er ekki ókeypis...að borða er ekki ókeypis... að kaupa skólabækur er ekki ókeypis... að ferðast á milli staða er ekki ókeypis... að stunda líkamsrækt er ekki ókeypis... að vera í félagsstafri er ekki ókeypis... að fara til tannlæknis er ekki ókeypis... og það er hvergi stúdentaafsláttur...

jæja þetta er oðrið frekar samhengislaust hjá mér en ég voða að þú náir hvað ég er að fara

 
At 1:18 e.h., Blogger Ásdís said...

já og eitt að lokum ... hvaða stúdenta listi heldurðu að myndi berjast fyrir lægri mánaðarlegri framfærslu frá LIN og hvað heldurðu að sá flokkur myndi fá mörg athvæði

 
At 1:19 e.h., Blogger Ásdís said...

atkvæði

 
At 3:17 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég hef nú alltaf talið menntun til mannréttinda.
Annars væri miklu meiri sparnaður í því að reka alla sem falla í áföngum, nógu dýrt er að útskrifa nemendur sem klára námið á réttum tíma.
Háskólinn fær tæplega 500.000 kr. á nemenda á ári. þannig að það er hreint tap fyrir ríkið uppá hálfa milljón ef nemandi er ári lengur með námið sitt!
Ef maður er annars farinn að velta fyrir sér hvernig eigi að losna við nemendur sem eru bara að ná sér í prófgráðu og hyggja ekki á að skapa verðmæti með menntun sinni, þá hefði ég haldið að miklu sniðugra væri að byrja fyrr, vinsa bara strax úr í grunnskóla, af hverju að vera að kenna fólki sögu, tungumál og stærðfræði ef það endar svo bara í verkamannvinnu!
Svo tek ég undir að það er alltaf gott að búa á hótel mömmu og gagnrýna þá sem þurfa að standa algerlega á eigin fótum.

Með málefnalegri Kveðju :)

 
At 3:24 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Einnig er það að mörgum veitir ekkert af því að nýta allan daginn til lærdóms. Eflaust væru færri sem féllu ef þeir væru ekki að eyða tíma í vinnu sem annars hefði farið í lærdóm.

 
At 7:51 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Jón, ertu búin að tapa glórunni?

 
At 7:43 f.h., Blogger Katrin said...

Fínasta umræða :o)

Langar líka að benda á að námslánin eru nottla LÁN. Bara eins og hvert annað lán. Og lán þarf að borga til baka, einhvern tímann í framtíðinni. Einhvern tímann í framtíðinni verður líka hús, bíll og hitt og þetta sem þarf að borga. Námslán eru vissulega hagstæð lán, þeas bera lága vexti en eru engu að síður lán. Hagstæð lán.

Svo er þetta persónulegt mat. Hvernig metur maður tímann sinn? Vil ég vera vinna alla daga og missa ef til vill af félagsskap við vini og félaga? Hvers virði eru skemmtilegheitin, partýin og djammið? Hvers virði eru kaffihúsaferðirnar? Hvers virði eru ferðalögin? Gildismat fólks er bara svo afskaplega misjafnt :o)

Svona fyrir mitt leyti, hef ég hingað til verið hlynntari þeirri fjármálastefnu að safna pening og eyða honum svo (td vinna um sumarið og eyða svo peningnum um veturinn). En ekki taka lán og lenda í vöxtum (þeir auka bara kostnaðinn).

Hins vegar finnst mér mjög gott að íslenska ríkið bjóði þennan kost, þeas námslán. Það gera það ekki öll lönd. Svo er það bara einstaklingsins að vega og meta.

 
At 12:26 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Þetta sjónarmið er hárrétt hjá þér, það er hvað varðar letjandi hliðina og letjandi áhrif tekjuskerðingarkerfis. Þegar ég var í námi þá gerði ég það líka eitt sumarið að ég vann eins og mófó [MÓFÓ], uppskar talsverðar tekjur sem dugðu fínt.

Því miður er það þetta sem gildir þar sem ríkið er á annað borð að veifa veskinu, bera hag sinn sem verstan og vilja (heimta) sem mest.

Þó er það þannig, að einhversstaðar þarf maður að búa og einhverntímann hættir ma&pa eða stúdentagarðar að vera málið. Maður þarf að fara út á fasteignamarkað. Kaupa steypu.

Enginn á þessar 15+Mkr sem til þarf lengur inni á bók. Þá þarf lán - og öll þau lán sem bjóðast eru verri en námslán.

ERGO: Það eiga allir (með nægan sjálfsaga og geta sett pening inn á lokaða bók, eða keypt skuldabréf) að taka námslán. Þau borga sig, margfalt...

...þ.e. ef markmiðið er að eignast einhverntímann fasteign.

[Núna eru 3,5 ár síðan ég kláraði, er þar af leiðandi ekki í sömu stöðu og hinir commentators hérna. En svona er þetta, actually].

Þrándur Ólafsson

 
At 11:43 e.h., Blogger Samuel kings said...

Brýn raunveruleg umsókn um lánsumsókn núna:
Citylaon & trúnaður)
Ertu að leita að viðskiptaláni? Persónulegt lán, íbúðalán, bíll
Lán, námslán, sameiningarlán skulda, ótryggð lán, fyrirtæki
Fjármagn o.s.frv .. eða hefur láninu verið hafnað af bankanum eða
Fjármálastofnun af einhverjum ástæðum. Við erum einkareknir lánveitendur og lánveitingar
Fyrir fyrirtæki og einstaklinga með lága vexti og viðráðanlega vexti frá
2% vextir. Ef þú hefur áhuga á láni? Whatsapp okkur í dag í +971544105744 eða
(cityloan2020@gmail.com) og fáðu lánið þitt í dag.

 
At 8:20 e.h., Blogger ROBERT said...

Þarftu neyðarlán til að greiða niður skuldir þínar eða hlutafjárlán til að bæta viðskipti þín? Hefur þér verið hafnað af bönkum og öðrum fjármálastofnunum? Vantar þig samþjöppun lána eða veð? Ekki leita lengra, því við erum hér til að setja öll fjárhagsvandamál þín á bak við okkur. Hafðu samband með tölvupósti: {larrybright424@gmail.com Við bjóðum upp á lán til hagsmunaaðila á sanngjörnum vöxtum, 2%. Bilið er frá 5.000.00 evrur til 100.000.000.00 evrur

 

Skrifa ummæli

<< Home