Jón Ólafur skrifar frá Melbourne, Ástralíu

Hinar ýmsu pælingar, efnahagsmál og þjóðmálaumræða. Eða eitthvað í þeim dúr

27.2.06

Þynnkublogg

Jæja þá er þessi helgi að baki. Þessarar helgar verður fyrst og fremst minnst vegna gífulegrar þynnku sem hrjáði mig í gær. Sem dæmi um það þá tók það mig rúmar 3 klst að koma mér á fætur og aðrar 4-5 klst að hressa mig við þannig að ég gæti gert eitthvað annað en aumingjast heima.

Ástæða þessarar gífurlegu þynnku var mögnuð árshátíð Háskólakórsins sem haldin var á laugardaginn. Ætli ég geti ekki kennt rauðvíninu um ca 50% af þynnkunni.

Það er ekki laust við að þegar þetta er skrifað, rétt um 11 am á mánudegi, að maginn sé enn að jafna sig. Djöfull er maður orðinn gamall, slappur í nokkra daga eftir smá skrall ;)

3 Comments:

At 1:01 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

iss djöfull ertu orðinn slappur... annað en ég unglambið ;)

 
At 3:39 f.h., Blogger Katrin said...

iss iss...

smá ágiskun: ef alkohólmagnið hefði verið nær því að vera í hófi, hugsa ég að þynnkan hefði verið minni. en þetta er nú bara ágiskun, hehe ;o)

 
At 11:13 e.h., Blogger Guðjón said...

Já, þegar menn eru slappir, þá tekur sopinn sinn toll ;)

 

Skrifa ummæli

<< Home