Jón Ólafur skrifar frá Melbourne, Ástralíu

Hinar ýmsu pælingar, efnahagsmál og þjóðmálaumræða. Eða eitthvað í þeim dúr

24.2.06

Skrýtinn kennari

Það hefur löngum vilja loða við Háskólakennarana að þeir séu frekar skrýtnir. Það er einn slíkur að kenna mér.
Þessi ákveðni kennari hugsar allt í fylkjum og vektorum enda með BS próf í stærðfræði og Ph.D í tölfræði og hagrannsóknum. Ætli Hóa og Hannes séu jafnrugluð? Það er góð spurning ;)
Ok, af hverju fer ég að skrifa þetta? Jú, málið er að í upphafi annarinnar þá kom það í ljós að fjárheimild til kúrsins var þannig að dæmatímarnir áttu bara að vera 6 en ekki 12 eins og hann vildi. Nú eru þessir 6 tímar búnir og nemendurnir héldu nú að þeir gætu farið að læra bókina en ekki bara leyst verkefnin sem hann leggur vikulega fyrir. Nei nei, í síðasta dæmatíma tilkynnti hann það að hann ætlaði sér að hafa dæmatíma út önnina þrátt fyrir að fá ekki borgað fyrir það.
Á mínum langa ferli í HÍ hef ég aldrei lent í svona dæmi, yfirleitt kenna þessir gaurar bara þá tíma sem þeir fá greidda.

Niðurstaða; Þessi karl er skrýtinn.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home