Jón Ólafur skrifar frá Melbourne, Ástralíu

Hinar ýmsu pælingar, efnahagsmál og þjóðmálaumræða. Eða eitthvað í þeim dúr

27.3.07

Bjór og léttvín í búðir

Smá meir - annað efni sem ég vildi ekki hafa með í hinni færslunni

Í vísó í Víking var fyrirlesarinn spurður um álit fyrirtækisins á því ef einkasala ÁTVR af bjór og léttvíni yrði afnumin. Svarið var á þá leið að Víking er á móti því á þeim forsendum að lágvöruverðsverslanirnar tækju þá yfir markaðinn og þá eingöngu með örfáar tegundir. Þetta sjónarmið er gott og gilt, þá sérstaklega ef hugsað er um hagnaðarhámörkun fyrirtækja. Þegar ég ætlaði að fara reyna koma með eftirfarandi "dæmisögu" þá var eins og hún neitaði að hlusta því þetta væri það eina rétta frá sjónarhorni fyrirtækisins.
Ef við aftur blöndum aðeins saman hagnaðarhámörkun fyrirtækja og nytjahámörkun einstaklinga þá gætum við fengið annað svar.

Segjum sem svo að Bónus og Krónan muni bjóða upp á max 3 tegundir af ódýrum lagerbjór, líkt og Nettó í DK, en að Hagkaup og Nóatún einbeiti sér að vinsælli tegundum, t.d. Tuborg, Carlsberg, Thule og Víking.
Einstaklingur sem horfir einungis í krónur p/dós myndi þá líklegast versla nær eingöngu í Bónus og Krónunni en einstaklingur sem velur gæði fram yfir verð er þá reiðubúnari að borga meira og fer því frekar í Hagkaup eða Nóatún. Inn í þetta val spilast einnig tekjur einstaklingsins því að eftir því sem einstaklingur hefur hærri tekjur því reiðubúnari er hann að greiða hærri fjárhæð gegn því að fá betri gæði (alveg eins og með fæði stúdenta á námsárunum, það er allt annað en eftir útskrift sökum hærri tekna).
Það hefur reyndar oft tíðkast á meðal Íslendinga að spáð sé meira í magnið en gæðin þegar kemur að bjórdrykkju og í því samhengi myndu lágvöruverðsverslanirnar vinna en nú í seinni tíð hefur þróunin snúist við, að ég held. Það hefur tekið landsmenn 18 ár að læra meta bjórinn og fara haga drykkjunni meira í átt að gæðum en magni, ég er svo sem engin undantekning á því frekar en allir hinir.

Hvað með hlið fyrirtækjanna. Þau horfa jú helst á selt magn af sinni framleiðslu. Þær ölgerðir sem starfa hér á landi eru líklegast hræddar við það að lágvöruverðsverslanirnar fari að snúa sér að innflutningi á ódýrum bjór, ég skil það sjónarmið mjög vel. Í upphafi frjálsrar verslunar má að vísu reikna með því að verslun með innfluttan ódýran bjór verði meiri en öðrum bjórum en með tímanum má fastlega gera ráð fyrir því að þetta jafnist allt saman út. Landsmenn munu þá snúa sér aftur að innlendri framleiðslu ef það yrði sú bjórtegund sem þeim myndi líka best við. Þannig myndi draga úr markaðshlutdeild innflutta bjórsins og hlutdeild innlenda bjórsins myndi aukast. Auðvitað gerist þetta ekki allt saman á einu augnabliki, frekar svona á 2-3 árum max.

Ef þetta er svo summað upp kemur eftirfarandi niðurstaða, ef niðurstöðu má kalla:
Báðir aðilar á markaðnum, fyrirtækin og neytendurnir, hugsa fyrst og fremst um nytja- og hagnaðarhámörkun (sem er nokkurn veginn sami hluturinn). Frjáls innflutningur mun að öllum líkindum leiða til verðlækkunar á ölinu sem myndi þá þýða það að neytendur snúi sér strax að ódýrari vörunni, að því gefnu að þeir hugsi ekki um gæðin. Innflutt öl hefur hér fengið hlutverk ódýrari vörunnar. Fyrstir til að finna fyrir samdrætti væru því innlendir framleiðendur, en þó aðeins tímabundið eða á meðan hagkerfið kemst aftur í jafnvægi. Þegar jafnvægi væri náð er um hámark neytenda og framleiðenda að ræða því báðir aðilar hafa fundið sína kjörstöðu á markaðnum, þ.e. neytendurnir hafa fundið hvaða neysla hentar þeim best og fyrirtækin hafa fundið út hvaða framleiðslumagn hámarkar þeirra hagnað.

Var einhver sem skildi þetta allt saman, ef svo er, hvert er þá álit ykkar?

Mitt mat á þessu er það að ölgerðirnar þurfa ekki að óttast of mikinn samdrátt því fólk er farið að átta sig á gæðum frekar en magni, nema þá helst námsmenn sem hugsa akkurat um andhverfuna - fá sem flestar dósir fyrir peninginn.

6 Comments:

At 8:02 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

WHAT ég skyldi þetta ekki, en ég vill fá bjór í verzlanir og bensínstöðvar. Það væri líka gott að hafa svona bjórsjálfssala á hverju götuhorni.

Kv
Ottó

 
At 9:32 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég held að það sé nokkur bjartsýni að markaðurinn myndi jafna sig á 2-3 árum og það er einmitt það sem að ölgerðarfyrirtækin óttast, þau missa tökin á markaðnum og ná kannski aldrei aftur almennilega inná hann. Þetta snýst nefnilega ekki bara um að hámarka tekjurnar, því líklegast gætu ölfyrirtækin einnig framleitt eitthvað piss sem ódýran bjór og selt það í Bónus sem samkeppni við ódýra innflutta bjórin, EN þá er erfiðara að stjórna því hvað við drekkum og "gæða" bjórin verður að hafa "gæða" hráefni, sem er ekki endilega staðan í dag.

Síðan verð ég að segja sem fyrrum námsmaður þá hef ég ekki skyndilega byrjað að eyða í einhverjar gæða vörur þar sem ég er að vinna og hugsa Íslendingar virkilega svo mikið um gæði?

 
At 9:19 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Heyr Heyr, sammála Jóni. Ég hef einmitt leitt hugann að þessu máli eins og margir.

Það er mikið talað um að ef einkasölu ríkisins yrði aflétt, þá myndi okkur bjóðast einungis agnarögn af því sem Vínbúðin er með til boða. Eins og Jón nefnir, þá má gera því skóna að Bónus yrði með fáar tegundir en Hagkaup og þær verslanir fleiri.

Guðjón E.

Ok, þetta er einmitt nákvæmlega það sem ég tek undir með fólki. Við þyrftum að fara að sætta okkur við einhverjar max innfluttar 5-7 tegundir.

Það er hins vegar einföld leið og hreint og beint nauðsynleg leið sem þarf að fara á Íslandi ef úrvalið á að aukast og við eigum að geta stýrt neyslu okkar eftir öðru hvoru, magni eða gæðum. Það eru jú, mismunandi preferensar meðal fólks, stúdentar velja eflasut ekki það sama og eldri borgarar.

Áfengisauglýsingar!!!

Í guðs bænum, má nú ekki fara að hætta þessari vitleysu um að ekki megi heyrast á bjór minnst í auglýsingum?! Tímaskekkja. Menn hafa eins og við vitum fundið leiðir, með Færeysku Thule köllunum og 0% Gulli.

Góðar auglýsingar hafa áhrif. Þetta er bara spurning um dugnað við markaðssetningu. Alveg eins og kosningarnar, munu markaðshlutdeildir breytast.

Ég er því ósammála að Íslendingar muni þurfa að sætta sig við einhverjar 5-7 innfluttar tegundir sem ríkið myndi beinlínis skaffa okkur (með því að banna auglýsingar).

Ef auglýsingaiðnaðurinn færi á fullt, þá yrði ábyggilega ekki langt að bíða þess að við fengjum fleiri tegundir en jafnvel eru til í Vínbúðinni í dag.

En þeir í Vínbúðinni eiga annars hrós skilið fyrir tegundir sem þeir bjóða upp á.

Guðjón E.

 
At 9:21 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

úbs nafnið mitt kemur einhverra hluta tvisvar fram hehe, átti að sjálfsögðu bara að vera síðast.

 
At 5:03 e.h., Blogger Jon Olafur said...

Það er nú heillamerki þegar hagfræðingurinn er sammála eilífðar-hagfræðinemanum - hehe

 
At 4:22 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Tad vantar ekki forsendurnar frekar en fyrri daginn. Hvad er tad sem segir ad islenskur bjor se betri en annar (gaedi)? Hvernig veistu ad rikur madur se tilbuinn ad borga meira fyrir gaedi en fataekur? Eg tekki marga sem eru rikir einmitt af tvi ad teir eru m.a. annars mjog niskir. Einnig tekki eg folk sem a ekki neinn pening en er oft ad reyna ad kaupa dyra hluti (svokollud gaedi) til ad synast. Tetta nefnir hagfraedin snobb ahrif. tegar aukning i verdi a vorumerki eykur eftirspurn. Hvernig skilgreinir tu gaedi a bjor? Ef tu ert ad tala um dyrari bjor (verd = gaedi) ta er tad forsenda sem stenst liklegast ekki tvi samband verds og nidurstada fra neytenda konnunum (bednir um a bera saman mismuandi vorumerki an tess ad vita verd) er yfirleitt ekki svo hatt. oft um = .5)
Hver segir ad vid drekkum meiri gaeda bjor i dag en adur fyrr. Hver segir ad islendingar seu farnir ad hallast ad gaedum i tessu sambandi? Hver segir ad olgerdir horfi a selt magn? Ef tu gefur ter tad ferdu a moti eigin kenningum um skynsemi tvi taer eiga ad horfa a grodan. Meiri markadshlutdeild er oft taeki til ad na fram meiri framleidni en ekki markmid i sjalfu ser.
Ef tetta verdur gefid frjalst ta mun folkid fa tad sem tad a skilid --> tad sem tad vill. Olgerdinar fa ta lika loksins taekifaeri til ad framkvaema markadshlutanir og bjoda teim i bonus tad sem teir vilja fa, neytendum i Noatuni eitthvad annad og svo dyra bjorinn i serverslanir.
Legg til ad tu Jon minn farir ad gera almennilegar atferlistilraunir a tessu :-)

Hofundur er okunnugur

 

Skrifa ummæli

<< Home