Jón Ólafur skrifar frá Melbourne, Ástralíu

Hinar ýmsu pælingar, efnahagsmál og þjóðmálaumræða. Eða eitthvað í þeim dúr

29.8.07

Kominn af fjöllum

Flestir vita þetta orðið en á tímabilinu 28.júlí til 23.ágúst hélt ég til á hálendinu með frönskum ferðamönnum. Ég breytti til og prófaði að fara í tjaldferðir fyrir karl föður minn. Til að hafa það á hreinu þá sáu túristarnir um að sofa í tjöldunum, ég svaf flestar næturnar í rútunni á þar tilgerðum svefnbekk. Þessar ferðir voru allar mjög vel heppnaðar og er aldrei að vita nema maður skelli sér í fleiri slíkar í framtíðinni fyrir rétt verð ;)
Einn stærsti kosturinn við svona ferðir er að maður sér fullt af nýjum hlutum. Ég var t.d. að koma í 1.skipti í Kerlingarfjöll, vestanmegin við Dettifoss, í Öskju, Gæsavatnaleið og á Sprengisand. Að sjálfsögðu fækkar þá stöðunum sem maður á eftir að heimsækja en þessir staðir eru vissulega þess virði að skoða nánar. Það eftirminnilegasta við þessar ferðir er nú samt snjókoman í Öskju og á Gæsavatnaleið. Já, snjókoma í ágústmánuði. Þess má reyndar geta að tjaldstæðið í Öskju er ca 900 m.y.s. og Gæsavatnaleið liggur eftir norðanverðum Vatnajökli.

Nú tekur alvaran aftur við, dem it. Skiladagur á ritgerðinni er 13.sept og henni verður ekki frestað lengur, nú er að duga eða drepast.

1 Comments:

At 8:15 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Go Johnny Go! Nóbelsverðlaunin bíða ekki endalaust eftir þér.
Kveðju á skrifstofu rektors og til Ólafs...
-Velski frændinn

 

Skrifa ummæli

<< Home