Jón Ólafur skrifar frá Melbourne, Ástralíu

Hinar ýmsu pælingar, efnahagsmál og þjóðmálaumræða. Eða eitthvað í þeim dúr

27.3.07

Hringferð

Skellti mér í hringferð um landið ásamt 10 krökkum sem flest voru MS nemar í umhverfis- og auðlindafræðum, að sjálfsögðu var ég við stýrið - glætan að ég myndi nenna hanga í rútu í 5 daga og bíða eftir næsta stoppi.

Ferðin í heild var hin besta skemmtun en langbest fannst mér samt að skoða landið okkar í vetrarbúningnum.
Útlitið í upphafi var nú ekki alltof gott því ekki var ferðaveður út úr borginni sökum skafrennings á Sandskeiði en það bjargaðist á síðustu stundu. Við fengum gott veður aðra daga ef frá er talinn dagurinn sem við keyrðum heim því þá var rok og rigning.
Allir vegir sem voru X metrum yfir sjávarmáli voru umkringdir snjó og klaka en merkilegt fannst mér samt hvað það var lítil hálka. Leiðinlegasti parturinn fannst mér vera keyrslan upp að Kárahnjúkum því þar var AKKURAT ekkert að sjá nema endalaust af vinnuvélum. Eftir þann krók sannfærðist ég um þá skoðun mína að ég sé ekkert að því að búa til þessa stíflu og og virkja þá orku sem Jökla hefur að geyma. Ég var reyndar einn um þá skoðun í ferðinni því fólkið er jú að læra um mest allt það slæma sem svona framkvæmdir hafa á umhverfið, svolítið litað af viðhorfi kennarana. Orkan í Jöklu er auðlind sem vert er að nýta til góðra verka fyrir hagkerfið okkar en það mun á endanum koma öllum til góða, líka mótmælendunum. Því geta fáir hafnað.
Ferðinni var svo slúttað með vísó í Víking á Akureyri þar sem fram fór mjög svo vísindaleg umræða um umhverfisstefnu fyrirtækisins.

Nú þýðir ekki að hanga lengur við bloggskrif, námið kallar. Þar til næst ...

1 Comments:

At 9:08 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

hmm...

ég hef ýmislegt við þetta að athuga sem þú segir.
Í fyrsta lagi segir þú að nemendurnir séu litaðir af skoðun kennara sinna. Í því málefni má benda á að bygging Kárahnjúkavirkjunar byrjaði fyrir nokkrum árum og nemendur í umhverfis- og auðlindafræði eru með breiðan bakgrunn og hafa því eflaust myndað sér skoðun á þessu áður en þau hófu nám og þar sem kennarar komu ekkert við sögu. Og ekki segja mér að þú sért ekki litaður af kennurum þínum líka komandi frá hagfræðideild. Einnig má líka benda á það að líftími virkjana er einungis 50-100 ár sem er ekki langur tími ef miða við er "líftíma" náttúrunnar því hún er til staðar mun lengur. Þessu til viðbótar má benda á það að Bandaríkjamenn eru farnir að sprengja niður stíflur hjá sér því árnar eru meira virði stíflulausar heldur en með stíflu og Bandaríkin eru einna mesta kapítilska hagkerfið í dag. Þessar upplýsingar komu frá hagfræði prófessor.
Síðan í þriðja lagi þar sem ekki virðist vera tekið með í reikninginn eru raflínurnar en þær eru óneitanlega mikil sjónmengun og ekki góð fyrir ímynd landsins. Þú nefnir líka að svæðið hafi ekki verið spennandi upp við Kárahnjúka bara eintómar vinnuvélar, nú ef ekki væri verið að gera stíflur þá væru ekki vinnuvélar. Einnig sér maður ekki gróðurinn eða fjölbreytnina í umhverfinu þegar hvít þekja liggur yfir allt saman þannig að ekki er hægt að dæma um svæðið bara með því að sjá það að vetrarlagi.

Enn vissulega tek ég undir með þér að gaman var að sjá landið í vetrarbúning og fjöllin fyrir austan voru rosa flott með hvíta snjóbreiðu á sér.

kv. Linda Björk

 

Skrifa ummæli

<< Home