Jón Ólafur skrifar frá Melbourne, Ástralíu

Hinar ýmsu pælingar, efnahagsmál og þjóðmálaumræða. Eða eitthvað í þeim dúr

27.7.07

Ísland - Ástralía - Ísland

Ferðinni var sem heitið til Ástralíu, kemur eflaust fáum á óvart.
Í upphafi stóð til að vera 6 vikur down under en nokkrum dögum fyrir brottför kom í ljós að litla systir væri að flytja til USA í allt að 4 ár. Ákveðnir einstaklingar innan fjölskyldunnar sáu til þess að ég ætti kost á því að koma fyrr heim svo ég gæti kvatt litlu systir almennilega. Vissulega var þetta erfið ákvörðun en ég tel langtíma áhrifin vera mun sterkari/jákvæðari en skammtíma.

Ferðin til minnar heittelskuðu var frábær í alla staði þrátt fyrir einn kaldasta og blautasta vetur þarna niður frá í áraraðir. Við vorum mjög dugleg að skoða okkur um og nýttum lestarkerfi fylkisins eins og kostur var. Ein besta lestarferðin var í lítinn bæ norð-vestur af Melbourne sem heitir Daylesford. Þessi bær er ca 700 m.y.s. og vægt til orða tekið svolítið lummó bær. Ég held ég geti ekki nefnt nokkurt krummaskuð hér á klakanum sem er eins aftarlega á tæknistiginu. Dæmi um hversu aftarlega þessi bær er má nefna opinn eld í flestum húsum sem kynding og hundadallar fyrir framan hverja verslun. Það besta við þennan bæ er samt nuddstofa sem við Katrín kíktum á, eflaust það eina nútímavædda í bænum. Við fórum í 60 mín slökunarnudd sem var alveg yndislegt (það tók okkur næstum aðrar 60 mín að safna orku til að fara af stað heim).
Annar flottur bær/borg sem við kíktum í heitir Bendigo (ca 100.000 íbúar). Þessi bær er the town fyrir gullleit í Ástralíu en þar hafa verið virkar gullnámur í ca 2 aldir. Undir stórum hluta bæjarins eru enn menn að störfum í gullnámunum en við kíktum niður í eina þeirra. Eftir hreint út sagt mjög leikræna leiðsögn hófst gullleitin sjálf og uppskárum við nokkrar gullflísar en þær eru víst aðeins og litlar svo það borgi sig að gera eitthvað úr þeim. Samt sem áður, við eigum gull sem við fundum sjálf og án þess að borga offjár fyrir :)

Ég gæti haldið endalaust áfram því við vorum svo dugleg að skoða okkur um, aldrei að vita nema það komi barasta seinna. Læt þetta samt duga í bili því ég vil ekki drepa ykkur af of löngum færslum.

Smá mont í lokin;
Á meðan ég var down under fékk Katrín einkunnirnar sínar úr skólanum. Í stuttu máli sagt þá var það svo að hún fékk líka þessar flottu einkunnir sem gerðu það að verkum að hún hefur nú lokið eins og einni MS gráðu. Nú tekur önnur MS gráða við hjá henni (ein sem getur ekki hætt að læra - hehe). Þið getið ekki ímyndað ykkur hvað ég varð montinn og stoltur af henni síðustu vikuna. Til hamingju með gráðuna ástin mín :D

1 Comments:

At 12:07 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ! Til lukku með skvísuna :) koss frá mér til hennar, mátt reyndar fá 1/4 af honum ;)

kv Rebekka

 

Skrifa ummæli

<< Home