Jón Ólafur skrifar frá Melbourne, Ástralíu

Hinar ýmsu pælingar, efnahagsmál og þjóðmálaumræða. Eða eitthvað í þeim dúr

24.1.05

Lífs eða liðinn ?

Ég var næstum því fallinn í bloggletina aftur.

Well, þessi helgi var helgi letinnar (og reyndar smá þynnku). Það er ósköp lítið hægt að segja um hana því mest af því sem gerðist er ekki prentvænt, m.t.t. viðkvæmra sála.

Stikkorð um helgina:
Föstudagurinn; skóli, heimsókn til tannsa, smá lærdómur, drykkja, aðeins meiri drykkja, enn meiri drykkja - gaman gaman.
Laugardagurinn; þynnka, skrópaði í skólanum (átti að mæta í tíma til Guðjóns - nennti ekki), fór í Kringluna og keypti mér 2 skópör.
Sunnudagurinn; söng í messu, letidagur.

Svo mörg voru þau orð. Kannski verða þau fleiri næst :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home