Jón Ólafur skrifar frá Melbourne, Ástralíu

Hinar ýmsu pælingar, efnahagsmál og þjóðmálaumræða. Eða eitthvað í þeim dúr

27.1.05

Ondt i munden

Vitið þið það að ég mæli ekki með því að fólk fresti því í nokkur ár að fara til tannsa. Ég gerði það og í staðinn þarf ég að fara til tannsérfræðings í smá aðgerð.
Í dag er mér svo illt í kjaftinum af því að þessi sérfræðingur fór með mini slípirokk á milli tannanna í mér til að taka svokallaðan tannstein í burtu. Svo það gengi upp þurfti ég að fá 6 eða 7 deyfisprautur, bara í efri góminn. Sá neðri verður tekinn í gegn í næstu viku.
Einkenni tannsteinsmyndunar: Andremma og blóðugt tannhold við burstun.
Af þessum sökum mæli ég með því að þið farið strax til tannsa því það er óþarfi að eyða hálfu hundraði þús kr í tannsakostnað.

Spennó heimasíða hérwww.heimsreisa2005.blogspot.com

2 Comments:

At 9:40 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

oj þú átt alla mína samúð... tannlæknar eru hræðilegir.
kp

 
At 12:31 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hmmm þú meinar... best að hringja í tannsa á mánudaginn :S

kv. Dæja

 

Skrifa ummæli

<< Home