Jón Ólafur skrifar frá Melbourne, Ástralíu

Hinar ýmsu pælingar, efnahagsmál og þjóðmálaumræða. Eða eitthvað í þeim dúr

18.1.05

Update frá því 12.nóv

Mikið djö hef ég verið latur bloggari síðustu 2 mánuðina. Nú er komið að því að reyna bæta það.

12.nóv - 1.des:
Seinni hluti nóvember fór að mestu í það að klára öll verkefni og undirbúa mig fyrir strembna próftörn. Að sjálfsögðu reyndi ég að sinna djamminu og kerlunni líka en það var kannski ekki eins mikið og ég hefði viljað. Það er svona að hafa verið latur á fyrri hluta annarinnar, ussu svei.

Desember:
Fyrri hluti mánaðarins fór alfarið í prófin. Þau gengu misvel en eitt er víst að ég gef hér með út veiðileyfi á 2 kennara. Sanngjörn þóknun fæst fyrir vel unnið verk. Þeir heita ... (ekki gefið upp en nánari upplýsingar fást hjá mér) ;)
Seinni hluti mánaðarins fór nær eingöngu í vinnu. Ég tók einn dag í frí og það frí var nýtt til þess að syngja í jólamessu með kórnum mínum. Ég sleppti öllu djammi og voru ættingjarnir farnir að tala um að sækja um fyrir mig í góðtemplarastúku. Þau gátu ekki trúað því að ég væri að sleppa heilum 2 kórpartýum (eða voru þau 3?) í röð út af vinnunni.
Nú gætu einhverjir spurt; Hvað gafstu kærustunni í jólagjöf? Svar; Ég gaf henni hjartalaga hálsmen sem keypt var í góðri búð í Rvk. Hún var (og er) mjög ánægð með það og í raun þá krossbrá henni þegar hún opnaði pakkann.
Helstu nýjungar í vinnunni: Var í fyrsta skipti sendur upp á fjöll á fjórhjóladrifnu ökutæki til þess að leyfa blessuðu túristunum að leika sér á vélsleða. Þetta var uppi á Kili, ca 10-15 km fyrir ofan Gullfoss. Fór nokkrum sinnum í þannig ferðir.

1-17.janúar:
Gleðilegt nýtt ár.
Nýja árið byrjaði rólega. Kíkti með Katrínu í fjölskyldupartý til móðurfjölskyldu hennar svo var stefnan tekin á Seltjarnarnesið þar sem einn kórfélagi hélt afmælis-/áramótapartý. Ég var edrú af því að ég var á leið í vinnu um hádegi á nýársdag. Fjallaferð og strætóakstur (leið 25 í Mosó).
Vann eins og brjálæðingur til 10.jan því þá byrjaði skólinn. Hún Trína mín hefur haft orð á því að ég vinni kannski helst til of mikið því fyrir mér er vinnudagur sem er styttri en 10-12 tímar varla þess virði að vakna fyrir. Einhverjir gætu sagt að ég sé vinnualki, viti þið barasta hvað - ég held að það sé alveg satt hjá ykkur. En eins og þið vitið eflaust þá er erfitt að gera margt í lífinu ef maður á ekki pening fyrir því.
Þann 10.jan byrjaði skólinn hjá mér en mér hefur reynst erfitt að opna námsbækurnar. Í staðinn er ég mun duglegri við að skoða allt milli himins og jarðar á Veraldarvefnum (WorldWideWeb) og er þessi uppfærsla á blogginu liður í því að viðhalda letinni.
Um nýliðna helgi fór kórinn minn í Skálholt. Þar var mikið sungið og mismikið drukkið. Reyndar missti ég af seinni hluta æfingarinnar á laugardeginum vegna björgunarleiðangra. Bílar voru ýmist hálfir eða bara ekkert uppi á vegi og einhvern veginn þurfi að koma þeim á réttar slóðir aftur. Í einu tilfellinu dugði ekkert minna en kröftug traktorsgrafa til að ná upp Toyota Yaris. Vitni sögðu ýmist að 1-2 dekk hefðu verið í lausu lofti er ég sat inni í bílnum á meðan bóndinn dró mig upp. Það hefði nú verið ansi spennó að hafa rúllað einn hring og endað ofan í skurði. En sem betur fer slasaðist enginn í öllum þeim hrakningum sem við lentum í þennan daginn. Um kvöldið/nóttina/morguninn var svo djammað, drukkið, etið og dansað þar til augnlokin gátu ekki meir. Loks á sunnudeginum var svo haldið heim á leið í kolvitlausu veðri.

Nú er komið að því, nú verða bækurnar opnaðar og þær lesnar spjaldanna á milli. Að auki lofa ég tíðari skrifum, ef ég svík það þá splæsi ég bjór á hvern þann sem minnist á bloggletina í mér :)

2 Comments:

At 3:30 e.h., Blogger Guðjón said...

Ég á þá inni bjór þegar ég segi þig vera blogglatann

 
At 6:55 e.h., Blogger Jon Olafur said...

Sko, það sem ég átti við var að ef ég fæ kvartanir um áframhaldandi bloggleti þá fær sá einstaklingur sem minnist á það bjór. Þetta má líta á sem sektargreiðslu frá mér :)

 

Skrifa ummæli

<< Home