Jón Ólafur skrifar frá Melbourne, Ástralíu

Hinar ýmsu pælingar, efnahagsmál og þjóðmálaumræða. Eða eitthvað í þeim dúr

12.9.05

Hótel Holt

Á föstudaginn skrapp fjölskyldan út að borða á Hótel Holt í tilefni af því að amma gamla varð áttræð. Ég fékk mér eftirfarandi dinner:

Sælkeraseðill
Steikt gæsalifur með steiktum lerkisveppum og roðarunna eplum
Ristuð hörpuskel í piparhjúp og humar í tempurameð myntusalati og humar vinaigrette
Steiktar nautalundir með kantarellum, uxahalaragú, piparrótarkartöflum og kálfasoðkjarna
Súkkulaðitart með hesilhnetuís og gljáðum banana.


Að auki var komið með sýnishorn af tveimur smáréttum, lerkiviðarsúpu og eitthvað jarðarberjasull, svona til að auka matarlystina.

Ég get sko alveg mælt með þessu en helsti gallinn var stærð skammtana, þeir hefðu mátt vera aðeins stærri.

2 Comments:

At 8:55 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

naaaammmmmmmm :P

KA

 
At 10:15 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

ég held að þú hafi sett nýtt met í mest pirrandi bloggi í heiminum... hvað á það að þýða að setja svona inn á netið vitandi að sársvangar manneskjur leynast þar... ? vá hvað ég er orðin svöng ;)

 

Skrifa ummæli

<< Home