Jón Ólafur skrifar frá Melbourne, Ástralíu

Hinar ýmsu pælingar, efnahagsmál og þjóðmálaumræða. Eða eitthvað í þeim dúr

13.9.05

Off road driving

Síðastliðin helgi var minnisstæð að mörgu leyti, þó sérstaklega laugardagurinn.

Þannig var að förinni var heitið inn í Þórsmörk á fjallarútu með ca 15 túrista auk leiðsögumanns.
Þegar komið var austur að Seljalandsfossi var tekin ákvörðun um það að vera í fylgd með annarri rútu sökum mikilla vatnavaxta. Vegurinn var orðinn frekar grófur og töluverðir bakkar reyndust vera við suma lækina á leiðinni inn úr sem eru venjulega sárasaklausir. Allt gekk þetta vel og á leiðinni bættist þriðja rútan í hópinn. Sá bílstjóri hringdi og sagðist ekki treysta sér út í aðra erfiðustu ánna á leiðinni, Steinholtsá. Rútan sem ég elti fór fyrst út í og fór sá bílstjóri hið hefðbundna vað, við hinir eltum og allt í gúddí. Eftir smá stund var komið að annarri á sem hefur verið ansi erfið í sumar, Hvanná. Ég skellti mér í gönguskó og legghlífar og óð út í til að leita að vaði en fann ekkert sem ég treysti mér í. Í því komu 2 jeppar og fóru beint út í án þess að hika.
Nú byrjuðu ævintýrin því karlinn á rútu nr 3 ákvað að fara sömu leið og jepparnir og viti menn hann náði að festa sig án þess svo mikið að hafa náð að setja hálfa rútuna út í ánna. Eftir smá spól og fjör náði ég að losa rútuna. Þá ákváðum við leiðsögumaðurinn að snúa bara við því það væri ekkert vit í því að æða þarna yfir.
Á leiðinni til baka vorum við bara 2 rútur á ferðinni, ég og rúta nr 3. Þegar við komum að Steinholtsá gerði hann hræðileg mistök, hann skellti sér bara út í án þess að hugsa út í það hvernig hann fór yfir fyrr um daginn. Það endaði með ósköpum því framendinn á þeirri rútu datt ofan í hyl og pikkfestist. Eftir 2-3 mínútur fór rútan að halla um ca 20-30 gráður og var þá ákveðið að flytja fólkið í land. Ég hljóp eftir kaðli og festi í rútuna hjá mér og óð svo út í straumharða ánna, langleiðina upp í klof, til að festa í hina rútuna. Ef þið vissuð það ekki þá er vatn blautt og jökulvatn er ískalt. Rútan mín réð ekki við þetta dæmi og var því brugðið á það ráð að hringja í vörubíl sem náði að losa rútuna. Vörubíllinn þurfti að spóla sig áfram til að losa rútuna.
Þetta ævintýri tók ca klukkutíma en mikið djö var nú gott að geta farið loks úr blautum skónum, sokkunum og buxunum og í hrein og hlý föt því það er algjört must að hafa með sér aukasett af fötum þegar maður er að fara í svona ferðir.

Hvaða lærdóm getur maður dregið af þessu?
Maður á aldrei að æða út í straumharða á ef maður hefur ekki mikla reynslu af fjallaferðum og maður á alltaf að hlusta á og taka þátt í umræðum um hentugustu leiðina.
Ekki er ráðlegt að elta jeppa því þeir komast næstum allar leiðir.

3 Comments:

At 6:47 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Garpur ertu ;o)

ka

 
At 10:53 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Þetta segir manni að það á ALDREI að fara út í á sem maður er ekki klár á að komast yfir;) var nokkuð fenginn vörubílinn úr Húsadal til að hjálpa til?


SHR

 
At 12:00 e.h., Blogger Jon Olafur said...

Húsadalstrukkurinn var það

 

Skrifa ummæli

<< Home