Jón Ólafur skrifar frá Melbourne, Ástralíu

Hinar ýmsu pælingar, efnahagsmál og þjóðmálaumræða. Eða eitthvað í þeim dúr

16.9.05

Smá hagfræði

Eins og margir tóku eftir nú í vikunni kom tilkynning frá hagfræðisviði Seðlabankans um að verðbólgan væri nú orðin 4,8%, sem er 0,8% (80 bp) fyrir ofan efri mörk verðbólgumarkmiðs Seðlabankans.

Út frá ofanrituðu þá er það mín spá að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti sína um 0,25 - 0,5% þann 29.9.2005, eða jafnvel fyrr ef hann telur ástæðu til.
Rök:
Um leið og tilkynningin kom frá bankanum um að verðbólgan væri komin í 4,8% fóru fjármálagúrúar landsins að spá því að bankinn myndi hækka stýrivextina um allt að 0,75%. Þá þegar voru slíkar væntingar teknar inn í verð ríkistryggðra skuldabréfa. Þegar tilkynningin kemur frá bankanum, þ.e. ef 0,75% hækkun, mun það ekki hafa tilætluð áhrif, til lækkunar á verðbólgunni, vegna þess að það verður þá þegar komið inn í dæmið.
Vegna þessa spái ég því að vextirnir verði einungis hækkaðir um 0,25 - 0,5% og í kjölfarið af því mun koma slaki í hagkerfið, tímabundið, sem mun leiða til lægri verðbólgu.
Slakinn mun koma til vegna þeirrar spennu sem hefur myndast nú þegar á markaðnum vegna hárrar verðbólgu, fjárfestar munu verða afslappaðir í einhvern tíma.

ATH; þetta mun ekki gerast strax heldur munu fyrstu áhrifin ekki koma að einhverju leyti fram fyrr en eftir ca 6 mánuði og vera að fullu komin í gegnum hagkerfið eftir 18 mánuði.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home