Jón Ólafur skrifar frá Melbourne, Ástralíu

Hinar ýmsu pælingar, efnahagsmál og þjóðmálaumræða. Eða eitthvað í þeim dúr

12.12.05

... o.fl.

Alltaf gaman í prófum, er það ekki?

Oft hefur verið skorað á mig í alls kyns netleiki, nú læt ég loks undan (einmitt af því að ég er í prófum, hehe)

Commentaðu með nafninu þínu og...
1. Ég segi þér eitthvað handahófskennt um þig
2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig
3. Ég segi þér hvaða bragð minnir mig á þig
4. Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér
5. Ég segi þér hvaða dýr þú minnir mig á
6. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef velt lengi fyrir mér um þig
7. Af því að þú ert búinn að lesa þetta, þá verður þú að setja þetta inn hjá þér!!

Jæja, nú er bara að kommenta ;)

11 Comments:

At 10:52 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Jæja nú er komið að þer
Auður Rán

 
At 12:18 e.h., Blogger Jon Olafur said...

Fröken Auður Rán:
1. Þú ert nú meiri ljóskan :)
2. Myndin Legally Blonde kemur fyrst upp í hugann
3. Vanilluís, hvítur eins og hárið
4. Ljóshærða vinkona hennar Maju sem kom vel rök í heimsókn um árið.
5. Angúruköttur, því þér finnst líklega gott að kúra.
6. Af hverju ertu á lausu?

 
At 1:26 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

um að gera að kommenta...

 
At 6:34 e.h., Blogger Jon Olafur said...

Yndið mitt, Katrín Ásta:
1. Ástarengillinn minn
2. Út á stoppistöð, því þú ert alltaf í strætó :)
3. Súkkulaðirúsínur
4. Landmannalaugar 2004 með Iaeste
5. Letidýr
6. Af hverju gengurðu ekki með klukku? ;)

 
At 11:57 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

nú ég...!

 
At 2:17 e.h., Blogger Jon Olafur said...

Fröken Geirþrúður María
1. Þú ert mjög uppátækjasöm stelpa.
2. Þrjú hjól undir bílnum, en áfram skröltir hann þó :)
3. Súkkulaðiklessukaka
4. Freysnes, 2003.
5. Alaconda
6. Hvernig er hægt að vera svona mikil pabbastelpa?

 
At 7:42 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

humm ég veit ekki held að ég sé bara svona vandlát á karlmenn að e´g hef ekki fundið neitt sem mér líkar eða þá að ég sé kanski enn ða bíða eftir þessum á hvítahestinaum

 
At 12:57 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

pabbastelpa, hvað ertu að tala um?? ég á bara mjög elskulega foreldra sem elska mig mjög mikið og eru rosalega góð við mig og ég við þau, þetta er bara hringrás sjáðu til... pabbastelpa hvað?

 
At 6:59 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

mig mig..

helgiheiðar

 
At 9:34 e.h., Blogger Ásdís said...

Ásdís í kórnum... vill fá pistil um sig

 
At 1:13 e.h., Blogger Jon Olafur said...

Helgi Heiðar:
1. Píanósnillingur
2. Piano man
3. ??? Legg það ekki í vana minn að bragðmeta karlmenn ;)
4. Fyrsta djammið með kórnum þegar þú drapst mjög fljótlega
5. Héri, mikið og úfið hár
6. Af hverju píanó? Af hverju ekki framhald af því sem þú varst að gera í MA?

Ásdís:
1. Séra Ásdís í Reykholti (kannski einhvern tímann)
2. The one and only Leoncie (þekki nú ekki nafnið á laginu, eitthvað Kópavogur)
3. Sviðakjammi
4. Fyrsta minningin er eitthvað tengd kórnum (að sjálfsögðu), eflaust þegar þú borgaðir æfingagjöldin því þú varst nr 1-2.
5. Minnir mig á lamb, krullurnar í hárinu.
6. Hvað heldurðu að þú þurfir að bíða lengi eftir því að Helgi leggist á skeljarnar? :)

 

Skrifa ummæli

<< Home