Jón Ólafur skrifar frá Melbourne, Ástralíu

Hinar ýmsu pælingar, efnahagsmál og þjóðmálaumræða. Eða eitthvað í þeim dúr

5.5.06

Verðtrygging - já eða nei?

Nú nýlega hafði stjórnarformaður eins af stóru bönkunum orð á því að það skyldi fella niður verðtrygginguna sem sett var á 1979. Sumir stjórnmálamenn, sérstaklega þó í minnihlutanum, hafa haft orð á því að það gæti nú bara verið nokkuð sniðugt því þá myndi greiðslubyrði lána léttast (öreigahugsun). Þeir gleyma nú einum stórum þætti í þessu öllu saman því það er ekki nóg með að lánin okkar muni rýrna í verðgildi með tímanum heldur líka bankainnistæðurnar okkar. Þessi atriði, þó sérstaklega bankainnistæðurnar, voru ein helsta ástæða þess að verðtryggingin var sett á.

Nú hugsa örugglega einhverjir: ,,Hvurn fjandann er hann að meina? Verðtryggingin er slæm og hana ætti að afnema hið fyrsta." Ef það er málið þá eru viðkomandi á villigötum.
Auðvitað viljum við losna við afborganirnar okkar sem fyrst af flottu húsunum og bílunum sem við teljum okkur endilega þurfa eiga en þær vaxa bara og vaxa út af verðbólgunni og vöxtunum. Ef verðtryggingin yrði afnumin myndi verðgildi lánsins fara fallandi því verðbólgan myndi éta lánið upp, hver króna yrði alltaf minna og minna virði. Gott og blessað, en hvað gerist þá með bankainnistæðurnar? Verðgildi þeirra minnkar líka, þ.e. hver króna verður alltaf minna og minna virði þannig að við þurfum fleiri krónur til að kaupa kaffibollann okkar. Á endanum gætum við þurft að borga 100.000 kr fyrir einn kaffibolla (eða meira) einmitt út af því að verðbólgan bítur alltaf meira og meira af verðgildi krónunnar.
Ítalía er einmitt gott dæmi um land sem var með mikla verðbólgu og fallandi verðgildi líru (líra var gjaldmiðillinn þar áður en evran kom). Ástandið hefur eitthvað skánað þar, en þó ekki mikið.

3 Comments:

At 6:44 e.h., Blogger Guðjón said...

Svo ma ekki gleyma lifeyrissjodunum. Gamla folkid madur.

En hvi ekki bara ad verdtryggja laun? Væri thad svo vitlaust?

 
At 11:12 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Fyrst það yrði svona hroðalegt að afnema verðtrygginguna á húsnæðislánum. af hverju eru þá ekki allir í heiminum á hausnum?
Langar að benda á það að við Íslendingar erum eina landið í Evrópu ef ekki í heiminum sem býður eingöngu uppá verðtryggð húsnæðislán sem er náttúrulega viðbjóðsleg mannréttindabrot. Fólk borgar af láninu en horfir á höfuðstólinn hækka mánuð frá mánuð.

Þú hlýtur að hafa einhverja hagsmuni að gæta fyrst þú talar svona.

 
At 9:58 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

ja ef ég skil þetta rétt að þá verður peningurinn sem þú borgar með alltaf verðminni með tímanum en hvað ef þetta fer í hina áttina og peningarnir verða verð meiri þ.e.a.s. ef lánið er 100.000 upphaflega. Verðbólgan gerir peninginn minna virði þannig að 1000 kall verður að 1500 kalli í verðmætum en ef hitt gerist andstæðan verðbólgu held það kallist verðhjöðnun að þá verða peningarnir meira virði eins og 500 kall verður á við 1000 kall. þannig að ef ég skil rétt að ´þá ertu alltaf að borga fyrir eignina með sömu verðmætum, eina sem breytist eru hversu margir peningar þú þarft að borga.

 

Skrifa ummæli

<< Home