Jón Ólafur skrifar frá Melbourne, Ástralíu

Hinar ýmsu pælingar, efnahagsmál og þjóðmálaumræða. Eða eitthvað í þeim dúr

10.7.06

Kengúrur og kóala í nærmynd

Jebb, maður getur nú ekki farið alla leið á suðurhvel jarðar án þess að ná að sjá kengúrur eða kóala - það er eiginlega bara algjört must. Við Katrín skelltum okkur í dýragarð, sem er staðsettur út í sveit, en hann sérhæfir sig í áströlskum dýrum eingöngu. Þau dýr sem við sáum voru t.d. kengúrur, kóala, emúar (fuglar sem eru ekki ósvipaðir strútum), fullt af alls kyns næturdýrum (komum að einu parinu í action - hehe), Tasmaníu djöfullinn, ástralskur villihundur, alls kyns snákar, eðlur og froskar. Í garðinum var líka fullt af fuglategundum sem ég náði sko alls ekki að læra nöfnin á. Ég dró djúpt andann og ákvað að snerta á einum snák sem var í höndunum á dýraverði, það var mjög sérstakt og hvergi nærri eins slæmt og ég hélt.
Það sem stendur nú helst upp úr þessum degi hjá mér er að hafa staðið svona rosalega nálægt kengúrunum og kóölunum. Girðingarnar voru mjög lágar þannig að ef ég hefði virkilega viljað taka smá áhættu þá hefði ég alveg getað teygt mig inn fyrir og klappað þessum frægustu dýrum landsins. Það verður bara næst :o)

Látum okkur nú sjá, hvað annað höfum við verið að gera og hvað hef ég upplifað?
Júbb, Katrín var búin að minnast á hversu góð Peking önd væri. Við ákváðum að fá okkur eina slíka og nammi namm, mikið asskoti var hún góð. Ekki skemmdi þetta frábæra meðlæti og vínið sem við höfðum með. Eftir þennan líka gómsæta kvöldmat ákváðum við að rölta smá um borgina og kíkja á nokkur kaffihús/bari og hella í okkur góðum veigum sem runnu ljúflega niður. Þegar við vorum að labba út af einum staðnum kom maður aftan að okkur og spurði ósköp rólega; "Hey guys, do you need a company?" Við afþökkuðum boðið hið snarasta og urðum eiginlega kjaftstopp því þarna kom bláókunnugur maður og bauð blíðu sína. Ulla bjakk.

Á meðan ég var að skrifa þetta blogg fékk Katrín einkunnirnar sínar, alla nema eina þó. Hún náði sínum prófum með glans og óska ég henni hér með innilega til hamingju með árangurinn :o)
Nú er bara að valta yfir prófin mín í ágúst og skila inn brilliant ritgerð til að eiga betri séns á því að komast inn í nám hér á næsta skólaári ;)

2 Comments:

At 5:11 f.h., Blogger Katrin said...

takk fyrir það :o)

 
At 1:20 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Skilaðu þessu til hennar frá mér, Til hamingju með prófin skvís

 

Skrifa ummæli

<< Home