Jón Ólafur skrifar frá Melbourne, Ástralíu

Hinar ýmsu pælingar, efnahagsmál og þjóðmálaumræða. Eða eitthvað í þeim dúr

18.7.06

Kominn heim

Þá er þessi sæla að baki og alvaran tekin við.
Ferðin í heild var frábær í alla staði og hugurinn farinn að huga að næstu ferð sem gæti orðið í upphafi næsta árs ef ekkert major dæmi kemur í veg fyrir það. Mér finnst full langt mál að fara segja frá ferðinni, til viðbótar við það sem hefur verið ritað áður, en það er samt aldrei að vita nema ég komi með einhverja punkta um nokkur atriði á næstu dögum. Ég er nefnilega að búa til nokkrar færslur í huganum sem gætu endað í einni langloku.

Einn fróðleiksmoli:
Ástralía er svipuð að flatarmáli og Norður-Ameríka.

Réttið upp hendi sem vissuð þetta !!!

3 Comments:

At 4:39 f.h., Blogger Katrin said...

é vissi had, hehe ;o)

 
At 9:49 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

ég líka barasta :Þ

mér fannst rosa gaman að lesa bloggið þitt meðan þú varst úti! skemmtileg ferð greinilega, gaman að heyra af henni.

síjú
kp

 
At 2:07 e.h., Blogger Telma said...

Ekki alveg rétt með flatarmálið. Norður-Ameríka (Alaska, Kanada og USA) er alveg um 24 millj. km2. En þú meintir líklega bara Bandaríkin, sem eru um 9,6 millj km2 og Ástralía er um 7,6 millj km2.

Þokkalega stórt samt!

 

Skrifa ummæli

<< Home