Jón Ólafur skrifar frá Melbourne, Ástralíu

Hinar ýmsu pælingar, efnahagsmál og þjóðmálaumræða. Eða eitthvað í þeim dúr

28.7.06

Mótorhjól o.fl.

Duglegur ég að blogga, er það ekki?
Annars er ekkert að frétta af mér annað en það að ég þjáist af ritgerðarstíflu. Ég skal samt lofa því að fara skrifa eitthvað um síðustu daga ferðarinnar til fyrirheitna landsins, þegar ég nenni því.

Flestir þeir sem villast hingað inn hafa eflaust séð í fréttum og blöðum í gær og morgun, fimmtudag og föstudag, að mótorhjólaliðið safnaðist saman til að ræða málin út af háu hlutfalli mótorhjólaslysi þetta árið, þar af 3 banaslys. Miðað við þessa frétt, sjá hér, þá geta þeir bara sjálfum sér um kennt og ættu að kenna sínu fólki umferðarreglurnar áður en þeir fara væla í fjölmiðlum. Sjálfur hef ég nokkrum sinnum verið nálægt því að lenda í árekstri við mótorhjól á þjóðvegum landsins einmitt út af glæfraakstri hjá þeim sjálfum. Rútur eru læstar í 100-105 km/klst þannig að ekki var það rútan sem ók hratt.

1 Comments:

At 2:20 f.h., Blogger Katrin said...

júbb, ossalega dúlegur að blogga! ;o)

 

Skrifa ummæli

<< Home