Jón Ólafur skrifar frá Melbourne, Ástralíu

Hinar ýmsu pælingar, efnahagsmál og þjóðmálaumræða. Eða eitthvað í þeim dúr

6.7.06

Stóri-Sjór og Durian

Í gær skelltum við okkur í 12 tíma rútuferð sem heitir á tungu heimamanna The Great Ocean Road. Þetta er leið sem hermenn úr fyrri heimsstyrjöldinni byggðu meðfram ströndinni hér skammt vestur af Melbourne. Þetta var nokkurs konar atvinnubótavinna hjá þeim því þeir komust ekki í aðra vinnu vegna atvinnuleysis sem ríkti á þeim tíma. Ferðin í heild var frábær og sáum við fullt af skemmtilegum stöðum, t.d. litla strandbæi, fallegar sandstrendur og fullt af öðrum skemmtilegum upplifunum sem er of langt mál að fara telja upp hér. Það sem stendur þó upp úr að mínu mati er að í einu photostoppinu sáum við vakandi kóalabjörn upp í tré, sá kunni aldeilis að pósa þó þreyttur væri :o)

Í dag fórum við svo í bæjarferð um Melbourne í rútu. Sú ferð var ekki eins skemmtileg og hinar fyrri því leiðsögumaðurinn talaði non-stop allan tímann. Sem betur fer var Katrín búin að sýna mér það markverðasta en þó var fínt að fá einstaka staðreyndir um borgina.

Nú rétt áðan gerði Katrín tilraun til að gera út af við mig því hún sá ísbúð sem bauð upp á ákveðna tegund af ís. Þessi tegund hafði durian bragð en því má best lýsa sem myglaðri vanillu- og fisklykt saman í boxi. Ég gerði okkur þann óleik að klára það sem var keypt af þessu ógeði en afleiðingarnar eru þær að nú anga ég af þessu ógeði og Katrín situr ekki við hliðina á mér með bros á vör. Þegar ég ropa (sem gerist stundum eftir ísneyslu) kemur þetta bévítans bragð upp í munninn á mér og grettan á andlitinu er ansi vígaleg. Sterkur mentholbrjóstsykur dugði ekki einu sinni til að taka bragðið af tungunni. Ekki bætir nú úr skák að ég fæ ekki að kyssa stúlkukindina næstu klukkustundirnar, sem er frekar slæmt sko. :o(
Þið tilraunasjúku einstaklingar, ekki kaupa þetta ógeð þó að Hagkaup fari að bjóða upp á þetta - þetta er ÓGEÐSLEGT.

2 Comments:

At 9:28 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hvaða hvaða! Mér finnst þessi bragðtegund ansi góð!



Djóóóók ;)

 
At 3:50 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Þá er bara eina ráðið að éta nóg af karríi

Guðjón E.

 

Skrifa ummæli

<< Home