Jón Ólafur skrifar frá Melbourne, Ástralíu

Hinar ýmsu pælingar, efnahagsmál og þjóðmálaumræða. Eða eitthvað í þeim dúr

4.7.06

Vínsmökkun

Nammi gott!!!
Fórum í vínsmökkunarferð í dag og því er þetta blogg pikkað undir síðustu áhrifunum af einu af fjölmörgum vínglösum sem runnu niður í dag.
Það er nú ekki slæmt að geta farið í rútuferð og fengið að smakka alls kyns áfengi án þess að borga sérstaklega fyrir það. Ekki skemmir heldur að rútufyrirtækið hafi gert mistök þegar pöntunin var gerð þannig að við fengum dýrari ferð, ferð í gufulest og vínflösku í sárabætur. Og síðast en ekki síst fáum við besta sætið á morgun í enn annarri rútuferð. Íslensk rútufyrirtæki mættu taka sér svona framkomu til fyrirmyndar og hana nú.

Vínin sem voru smökkuð voru brugguð á alls kyns máta sem ég náði misvel en það skiptir minnstu. Mestu máli skiptir að áhrifin af þeim komu þegar það átti við, er einhver ósammála? :o)

Nú er bara að skreppa í búðina, kaupa sér góða steik á örfáa dollara og drekka vínið sem við fengum í dag í sárabætur frá rútufyrirtækinu :o)

Skál !!!

2 Comments:

At 5:56 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

mmmm... vín... kveðjur frá klakanum... Maja

 
At 6:22 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

:) Gaman að þessu, væri ekkert á móti að vera þarna. Óli bróðir fer í vetur, hann er að spá í skóla líka :)

 

Skrifa ummæli

<< Home