Jón Ólafur skrifar frá Melbourne, Ástralíu

Hinar ýmsu pælingar, efnahagsmál og þjóðmálaumræða. Eða eitthvað í þeim dúr

13.11.06

Nokkrir punktar

Þá er maður kominn heim frá Köben eftir um 6 tíma töf sem varð vegna nokkurra vindstiga hér á klakanum. Við Gauti stóðum okkur nokkuð vel í drykkjunni verð ég nú bara að segja. Tuborg sá um að redda okkur slatta af nýjum jólabjór sem er nú bara skrambi góður, mæli eindregið með honum. Held að hann sé kominn í ríkið.

Atvinnuviðtalið sem ég minntist á í síðustu færslu skilaði mér ekki vinnu, ekki fleiri orð um það. Koma tímar koma ráð og önnur tækifæri/viðtöl.

Hvernig tilfinning haldið þið að sé að finna eitt stykki stóra 50 manna rútu fara slæda (slide, renna til að aftan)? Lenti í því á laugardaginn, svaka stuð og nokkrir svitadropar. Það skal tekið fram að ég var á ca 50 km hraða á 90 svæði á Þingvöllum, getið því ekki sagt að það hafi verið hraðakstur ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home