Jón Ólafur skrifar frá Melbourne, Ástralíu

Hinar ýmsu pælingar, efnahagsmál og þjóðmálaumræða. Eða eitthvað í þeim dúr

14.12.06

Bjartsýnisblogg

Er ekki málið að reyna blogga um skemmtilegri hluti en í síðustu færslu? Það finnst mér.

Mikið er nú ljúft að sitja hér á Hlöðunni og hreinsa til í ritgerðinni um leið og ég hlusta á hin ýmsu hljóð sem koma frá stressuðum háskólanemum. Sem dæmi þá er sessunautur minn stöðugt að dæsa en stúlkukindin hefur greinilega ekki sofið mikið í nótt, sbr baugana sem hún er með.
Það eina sem heldur manni við efnið hér er að í prófatíð er strangara eftirlit með fjarvistum frá lesborðunum þannig að maður þarf að vera duglegur við að lágmarka lengd kaffitímanna.

Annars finnst mér Íslendingar vera fífl. Hvað á það að þýða að hringja í lögregluna og kvarta yfir því að vegi sé lokað vegna alvarlegs slyss? Myndu sömu einstaklingar ekki óska þess að fá að vinna í öruggu umhverfi ef þeir þyrftu að sinna vettvangsrannsóknum? Ég held að jólastressið hafi nú hlaupið með fólk í gönur um síðustu helgi og mega þeir hinir sömu skammast sín.

2 Comments:

At 1:35 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hún er ekkert með bauga... hún er bra þreytt og ekkert annað!!!

 
At 1:35 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

þetta var sem sagt ég að segja þetta=P

 

Skrifa ummæli

<< Home