Jón Ólafur skrifar frá Melbourne, Ástralíu

Hinar ýmsu pælingar, efnahagsmál og þjóðmálaumræða. Eða eitthvað í þeim dúr

17.12.06

Ekki titilhæft

Eins og margir muna skrifaði ég nýlega eina leiðindafærslu um leiðindamál. Þeirri færslu hefur nú verið eytt því hún var skrifuð á viðkvæmu augnabliki. Ég vil biðja þá aðila afsökunar sem urðu eitthvað sárir út af þeim skrifum.

Þetta vil ég þó segja í staðinn því þetta er efst í huga mér þessa dagana:

Samband mitt við Katrínu Ástu er það besta sem komið hefur inn í líf mitt. Án þessarar yndislegu stúlku hefði ég líklegast aldrei verið kominn á það stig í mínu lífi að verða jafnvel að einhverju. Með því á ég við að ég hefði eflaust hætt í námi og snúið mér alfarið að einhvers konar verkamannavinnu alla ævi. Allar góðu minningarnar úr því sem við gerðum saman, t.d. útilegurnar og ferðalög erlendis, munu ávallt minna mig á hversu góðir tímar þetta hafa verið.

Lifið heil

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home