Jón Ólafur skrifar frá Melbourne, Ástralíu

Hinar ýmsu pælingar, efnahagsmál og þjóðmálaumræða. Eða eitthvað í þeim dúr

28.12.06

Gleðileg jól og farsælt komandi ár

Kæru vinir, gleðileg jól og farsælt komandi ár

Ég vona að allir hafi átt ánægjulega jólahátíð og muni eiga ánægjuleg áramót.
Til þeirra sem ætla að kaupa rakettur: Persónulega finnst mér að fólk ætti að kaupa raketturnar af hjálparsveitunum því við treystum á það að okkur verði bjargað ef við lendum í einhverjum óhöppum hvar sem er á landinu og í hvaða veðri sem er. Mér finnst að kaupmenn sem taka sig til og selja rakettur ættu að skammast sín því þeir eru um leið að draga úr þeim fjármunum sem hjálparsveitirnar hafa til að halda sínum búnaði í sem bestu ástandi. Þessum sömu kaupmönnum finnst svo sjálfsagt að hjálparsveitirnar komi og bjargi þeim ef þeir lenda í óhappi þrátt fyrir að hafa verið í samkeppni við þá örfáum vikum áður.
Nú segir eflaust einhver að hann muni nú frekar kaupa ódýrari rakettur ef hann á þess kost, lágmarka kostnað fyrir sömu hamingju. Hafið það þó hugfast að þið styðjið verslanir allan ársins hring með því að kaupa í matinn en hjálparsveitirnar óska eftir stuðningi landsmanna einu sinni á ári með jólatrjáa- og rakettusölunni. Eiga þær það ekki skilið að landsmenn hjálpi þeim að viðhalda góðu viðbúnaðarstigi?

5 Comments:

At 1:58 f.h., Blogger holyhills said...

halelujá - ég er sammála!

 
At 8:14 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég er svo hjartanlega samála þessu hjá þér, styðjum björgunarsveitirnar...

shr

 
At 1:33 f.h., Blogger �engill said...

Hell jee!!!

 
At 8:57 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Heyr heyr!

 
At 12:43 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Gleðilegt ár

kv Rebekka og co

 

Skrifa ummæli

<< Home