Jón Ólafur skrifar frá Melbourne, Ástralíu

Hinar ýmsu pælingar, efnahagsmál og þjóðmálaumræða. Eða eitthvað í þeim dúr

2.2.07

Ný vísitala

Eins og margir vita, sem kunna eitthvað í vísitölufræðum, þá er ein þekktasta vísitala heims hin svokallaða BigMac vísitala en hún mælir kaupmáttarjafnvægi á milli landa. Í vísitölunni hefur BigMac borgarinn í USA stuðulinn 1, sem þýðir að USA er grunnurinn, en stuðullinn hér á Klakanum er ca 2,5. Það þýðir að fyrir hvern BigMac sem við kaupum getur Kaninn keypt ca 2,5. Engin furða þó það sé farið að gæta offituvandræða hvarvetna í heiminum.

Nú nýlega sá ég í blöðunum að fræðimenn úti í heimi hafa ákveðið að búa til nýja vísitölu sem ætti að auðvelda samanburðinn á milli landa ennfrekar, það er hin svokallaða iPod vísitala. Rökin sem þeir nefndu fyrir þessum breytingum eru góð og gild svo langt sem þau ná en aðalrökin eru þau að hráefniskostnaður hvers borgara er mjög mismunandi milli landa og því getur verið erfitt að bera saman BigMac í mjög þróuðu landi við BigMac í þróunarlandi. Allir iPodarnir eru víst framleiddir í Kína og því ætti ekki að vera neinn vandi að bera þá græju saman á milli landa.
Nú er bara að bíða og sjá hvaða stuðul við fáum í þessari nýju vísitölu. Vill einhver giska?

3 Comments:

At 4:02 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég las þetta einmitt og er alls ekki frá því að þetta verði nokkuð nákvæm vísitala (án þess að þykjast vita neitt um hagfræði þó) en ég fæ mig þó til að efast um að hún verði jafn langlíf og Big Mac vísitalan. Sömuleiðis þarf að endurskoða hana rækilega á hverju ári með tilliti til tækninnar og ýmissa hluta sem ekki eru til hlutlæg viðmið fyrir. Því eru forsendur viðmiðsins einnig afar óáreiðanlegar. Síðast en ekki síst er verð á þessum tækjum misjafnt jafnvel innan landanna, McDonalds er eina fyrirtækið sem selur Big Mac, en Apple umboðið er ekki eini staðurinn sem selur iPod.

Á að giska yrði stöðullinn samt mjög svipaður, en hvað veit ég.

 
At 10:59 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hvad vard um gamla PPP? Allt saman kollfallid, likt og annad i hagfraedinni:-)?
-Valdi

 
At 11:36 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

hvað kostar iPod á Íslandi? Og hvaða týpu er verið að tala um?

Anars með BigMac vísitöluna. Er hægt að leiða út að offita í heiminum sé svona mikil af því að Bandaríkjamaður geti keypt 2,5 meira af BigMac-borgurum heldur en Íslendingur? Er ekki nær að segja að segja að Bandaríkjamenn séu 2,5 sinnum feitari en Íslendingar? Ætli það sé rétt?

 

Skrifa ummæli

<< Home