Jón Ólafur skrifar frá Melbourne, Ástralíu

Hinar ýmsu pælingar, efnahagsmál og þjóðmálaumræða. Eða eitthvað í þeim dúr

16.2.07

Pólitík

Er ekki kominn tími á eins og eitt blogg?

Fyrir ekki svo löngu síðan viðraði ég skoðanir mínar á kosningum um stækkun álversins í Straumsvík. Utankjörfundaratkvæðagreiðslan hófst í gær, þvílík vitleysa og sóun á almannafé. Bærinn hefur bara gott af þessari stækkun.

Undanfarið hafa verið að birtast niðurstöður skoðanakannana út af kosningum til Alþingis nú í maí. Þar hefur ýmislegt komið í ljós, gott og slæmt. Hvernig dettur fólki t.d. í hug að halda það að formenn VG og Samfylkingarinnar geti stjórnað landinu? Annað alltaf á móti öllu og hitt fyrrum spilltur borgarstjóri. Landið fer nú bara til helvítis ef þau fá lyklana að ríkiskassanum. Ekki bætir nú úr skák ef Frjálslyndir, með sitt útlendingahatur, færu í samstarf með þeim.
Með þessu er ég ekki að segja að það sé ekki þörf á breytingum í landspólitíkinni en það má taka minni skref í einu.

Hvort viljum við lága verðbólgu og hæfilegt atvinnuleysi eða mikla verðbólgu og lítið atvinnuleysi? Okkar er valið þann 10.maí.

1 Comments:

At 6:39 e.h., Blogger �engill said...

Ég er nú nokkuð viss um að ef að sjálfstæðisflokkurinn væri í stjórnarandstöðunni þá væru þeir líka á móti öllu.
Og ég er nú heldur ekki frá því að sjálfstæðismenn hafi átti enn spilltari borgarstjóra. ;)

Að mínu mati er Steini J. snillingur. ;)

 

Skrifa ummæli

<< Home