Gleðilegt sumar, gleðjist gumar
Já há, þannig er nú það - það er bara komið sumar sem þýðir að það styttist allt of hratt í vorprófin. Það er eiginlega ekki nógu gott því mínúturnar fara tikka tvöfalt, ef ekki þrefalt, hraðar þessa dagana.
Um síðustu helgi var tekin ákvörðun um það að leigja litla kytru á Görðunum af einni kórstúlku. Tilboðið var svo ótrúlega freistandi að það var eiginlega ekki hægt að hafna því.
Í kjölfarið var tekin ákvörðun um það að afþakka möppudýradjobb í vinnunni og halda áfram að flakka um landið, ekki skemmir að fá borgað fyrir það.
Svo kemur bara í ljós hvort það verði einn eða tveir sem munu búa í kytrunni, reikna nú eiginlega með því að það verði tveir ungir einstaklingar.